Enski boltinn

Vöruðu Zlatan við því að fara til Englands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zlatan skemmti sér konunglega hjá Man. Utd.
Zlatan skemmti sér konunglega hjá Man. Utd. vísir/getty
Þegar Zlatan Ibrahimovic var að hugsa um að ganga í raðir Man. Utd þá vöruðu margir kollegar hans við því að gera það. Hann gæti eyðilagt arfleið sína þar.

„Ég talaði við marga leikmenn sem ég vissi að myndu gefa mér heiðarlegt álit. Allir sögðu mér að sleppa þessu. Þeir sögðu að það yrði ekki gott fyrir ferilinn minn,“ segir Zlatan í skemmtilegu viðtali við BBC.

„Sumir sögðu áhættuna vera of mikla því það yrði sagt um mig að ég væri ekkert því ég hefði ekki slegið í gegn á Englandi. Þá vissi ég að þetta var áskorunin sem ég þurfti á að halda. Þeir héldu að ég væri orðinn of gamall. Ég var 35 ára og lét ensku deildina líta út eins og hún væri gömul. Ég elska svona áskoranir.“

Zlatan sló í gegn hjá Man. Utd og hann naut tímans í botn í Englandi.

„Ég sakna þeirra allra enda átti ég frábæran tíma í Manchester. Rooney, Carrick og allra ungu strákanna. Það var líka gaman að spila með og kynnast Paul Pogba. Hann er frábær strákur og stórkostlegur fótboltamaður. Hann þarf aftur á móti leiðsögn.

„Þessir strákar voru æðislegir og mér leið eins og Benjamin Button með þeim. Ég varð bara yngri og yngri. Svo lenti ég því miður í erfiðum meiðslum.“

Zlatan fer um víðan völl í þessu skemmtilega viðtali sem má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×