Lífið

Eignuðust fjögur börn á þremur árum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Saman eiga þau átta börn.
Saman eiga þau átta börn.
„Í nokkra daga á eftir fengum við hláturskast ef við litum hvort á annað, hver gerir þetta bara,” sagði Þóra Leifsdóttir í stórskemmtilegum þætti af Margra barna mæðrum sem sýndur var á Stöð 2 á sunnudag um það þegar hún og eiginmaðurinn, Nolan Williams, fengu að vita að hún gengi með þríbura. Þeir eru í dag þriggja ára en hjónin eiga samanlagt átta börn.

Þóra starfar við eignastýringu hjá ALM verðbréfum en Nolan sem sérfræðingur í fjármálaglæpum hjá Arion banka.

Þau kynntust þegar þau störfuðu bæði í bankageiranum í London. Þóra segir að þegar hún fór í atvinnuviðtöl eftir að þríburarnir fæddust hafi henni liðið eins og hún þyrfti að taka fram að þau hjónin ættu átta börn.

„Ég var hálf stressuð yfir því að ég yrði gúggluð og það sæist að ég hefði eignast fjögur börn á þremur árum,” segir hún og hlær.

„Þeir vissu nú alveg að hverju þeir gengu sem réðu mig og þetta hefur gengið eins og í sögu.”

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en næsti þáttur verða á dagskrá á sunnudagskvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×