Körfubolti

Jón Arnór vill ekki sjá eftir neinu er hann hættir næsta vor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Arnór í leik gegn Stólunum á dögunum.
Jón Arnór í leik gegn Stólunum á dögunum. vísir/daníel þór
KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson er að spila sitt síðasta tímabil á ferlinum og hann ætlar sér að njóta síðasta ársins.

Í upphitunarmyndbandi KR-inga fyrir leikinn gegn Grindvíkingum í kvöld þá talar Jón Arnór um lokatímabilið sem nú er í fullum gangi og hann hefur leikið einkar vel framan af.

„Þetta er síðasta árið mitt og maður er enn þá hungraðri í að enda þetta á réttum nótum,“ segir Jón Arnór í myndbandinu.

„Ég er búinn að ákveða að njóta þessa tímabils eins mikið og ég get. Gera allt til þess að reyna að vinna. Horfa ekki til baka og hugsa að ég hefði átt að gera þetta einhvern veginn öðruvísi. Engin eftirsjá og njóta þess að spila og vera hérna.“

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15. Kristófer Acox mun spila með KR-liðinu í kvöld en hann er nýkominn heim frá Frakklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×