Tónlist

Föstudagsplaylisti Krabba Mane

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Listamaðurinn á sviði í höfuðvígi hip-hops hér á landi.
Listamaðurinn á sviði í höfuðvígi hip-hops hér á landi. Berglaug
Það eru liðin rúm þrjú ár frá því að ungi pródúsentinn og rapparinn Krabba Mane, droppaði fyrstu plötu sinni, Harkan 666.



Hann hefur látið nokkuð lítið fyrir sér fara síðan, en hann situr á miklu magni af nýju efni. Innkoma hans í laginu G-blettur með Joey Christ var þó eftirminnileg.



Á meðan alþjóð situr og bíður eftir nýrri tónlist með kappanum fékk Vísir hann til að setja saman illkynja lagalista eftir eigin höfði. Aðspurður hvað einkenni lagavalið segir hann listann einfaldlega vera tónlistina sem hann hefur verið að hlusta á undanfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×