Erlent

Rússar loka fyrir Asovshaf

Andri Eysteinsson skrifar
Olíuskip lokar fyrir umferð undir brúna.
Olíuskip lokar fyrir umferð undir brúna. Kerch.com.ru
Rússar hafa brugðist við ásökunum úkraínskra stjórnvalda um að Rússar hafi klesst vísvitandi á úkraínskan dráttarbát með því að loka fyrir umferð um Kerchsund. DR greinir frá.

Samkvæmt frétt BBC um málið sakaði Úkraínustjórn Rússa um að hafa ráðist á bát sinn sem sigldi í Asovshafi á leið til Mariupol.

Í yfirlýsingu segir að skemmdir hafi verið unnar á dráttarbátnum Yana Kaupu, meðal annars vél, handrið og skrokk skipsins. Kerchsund er eina leiðin frá Svartahafi til Asovshafs. Yfir sundið liggur nýopnuð Kerchbrú sem tengir Krímskaga við Rússland.

Gríðarstóru Olíuskipi hefur verið komið fyrir undir brúnni og heftir því aðgang að Asovshafi. Samkvæmt frétt AP bíður töluverður fjöldi flutningaskipa eftir því að komast leiðar sinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×