Innlent

Skúrir og él í kortunum í vikunni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Orðin snjókoma, slydda og él koma öll fyrir í spá vikunnar.
Orðin snjókoma, slydda og él koma öll fyrir í spá vikunnar. Vísir/Vilhelm
Búast má við austanátt 5-13 metrum á sekúndu og stöku skúrum eða éljum sunnantil á landinu í dag og er spáð 0-5 stiga hita. Hægara og bjartara veður norðan heiða, frost 0-10 stig.

Þurrt að kalla suðvestanlands á morgun og bætir aðeins í vind með suðurströndinni, annars svipað veður áfram. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Á miðvikudag er útlit fyrir vaxandi norðaustanátt með snjókomu um landið norðanvert, en slyddu eða rigningu á Austfjörðum og Suðausturlandi. Og á fimmtudag má búast við snjókomu víða um land, þó einkum norðan- og austanlands.

Veðurhorfur á landinu

Austan 5-13 og stöku skúrir eða él sunnantil á landinu í dag, hiti 0 til 5 stig. Hægari og bjart veður norðan heiða, frost 0 til 10 stig.

Austan 5-13 m/s á morgun, en 13-18 syðst. Skúrir eða él SA-lands og undir Eyjafjöllum, annars þurrt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Austan 10-15 og skúrir eða él við suðurströndina, annars mun hægari og skýjað með köflum. Frost víða 0 til 7 stig, en hiti að 5 stigum syðst á landinu.

Á miðvikudag:

Vaxandi norðaustanátt með slyddu eða snjókomu og rigningu á Austfjörðum, en þurrt á S- og SV-landi. Hiti kringum frostmark.

Á fimmtudag:

Allhvöss eða hvöss norðanátt og snjókoma á N- og A-landi, en úrkomulítið S- og V-lands. Kólnandi veður.

Á föstudag:

Norðanátt og víða snjókoma eða él. Frost um allt land.

Á laugardag og sunnudag:

Vestlæg átt og él, en úrkomulítið A-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×