Erlent

Doktorsnemi sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi náðaður

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Matthew Hedges með eiginkonu sinni Daniela Tejada.
Matthew Hedges með eiginkonu sinni Daniela Tejada. AP
Breskur doktorsnemi sem var í liðinni viku dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur verið náðaður. BBC greinir frá.

Matthew var handtekinn á flugvellinum í Dubai í maí síðastliðnum og sagði dómari í Abu Dhabi að Hedges hafi njósnað fyrir hönd breskra stjórnvalda.

Hedges hafnaði ásökunum og segist hafa verið við rannsóknarvinnu en hann hefur stundað nám í Háskólanum í Durham í Englandi. Saksóknari sagði Hedges hafa játað, en fjölskylda hans hélt því fram að hann hefði skrifað undir falska játningu.

Eiginkona Hedges, Daniela Tejada sagðist í samtali við Reuters ekki getað beðið eftir að fá Matthew heim.

Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum segja að náðun Hedges sé hluti af tilskipunum sem gefnar voru út í tilefni af þjóðhátíðardegi furstadæmanna 2. desember.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×