Erlent

Úkraínska þingið setur herlög

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu.
Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. Vísir/AP
Þingið í Úkraínu ákvað á þingfundi í kvöld að setja herlög í 10 af 27 héruðum landsins að beiðni forsetans Petro Poroshenko eftir að Rússar tóku þrú úkraínsk skip með hervaldi nálægt Kersh-sundi, sem er á milli Rússlands og Krím-skagans.

Herlögin eru sett vegna hernaðarástands en með þeim eru ákvæði laga og stjórnarskrár, einkum um persónu-og eignaréttindi, afnumin tímabundið. Herlögin verða í gildi í 30 daga en á meðan geta stjórnvöld ritskoðað fjölmiðla og gripið inn í mótmælafundi.

Nokkrir þingmenn óttast að forsetinn hafi í hyggju nýta sér ástandið í landinu til að fresta forsetakosningunum sem eru á dagskrá í lok mars.

Spenna hefur magnast á ný í samskiptum ríkjanna og boðað var til aukafundar hjá Atlantshafsbandalaginu síðdegis vegna málsins.

Úkraínsk stjórnvöld birtu í dag myndband sem þau segja að sé tekið inni í rússnesku herskipi þegar það siglir á úkraínskan dráttarbát.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×