Fótbolti

Þorlákur Árnason búinn að ráða sig til Hong Kong og KSÍ auglýsir starfið hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorlákur Árnason,
Þorlákur Árnason, Skjáskot
Þorlákur Árnason er að hætta hjá Knattspyrnusambandi Íslands en sambandið segir frá þessu á heimasíðu sinni.

Þorlákur hefur verið  yfirmaður Hæfileikamótunar N1 og KSÍ en er á förum þar sem hann hefur verið ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandi Hong Kong.

Þorlákur gerir tveggja ára samning og hefur störf í janúar næstkomandi.

„Ég er gríðarlega stoltur að vera boðið þetta starf. Það sýnir í raun hversu mikil virðing er borin fyrir íslenskum fótbolta í dag,“ sagði Þorlákur í viðtali við heimasíðu KSÍ.



KSÍ óskar Þorláki velfarnaðar í nýju starfi en auglýsir um leið gamla starfið hans.

Þetta er fullt starf en meginverkefni er umsjón með hæfileikamótun KSÍ, úrtaksæfingum og önnur verkefnum tengd yngstu landsliðum Íslands.

Leitað er eftir einstaklingi með KSÍ A, UEFA A eða UEFA Pro þjálfaragráðu og nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á íslensku, ensku og hverskonar tölvuvinnslu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknum skal skilað með tölvupósti til klara@ksi.is eigi síðar en 6. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×