Íslenski boltinn

Þór/KA fær einn besta miðjumann Pepsi-deildarinnar

Anton Ingi Leifsso skrifar
Lára í leik með Stjörnunni gegn Þór/KA.
Lára í leik með Stjörnunni gegn Þór/KA. vísir/ernir
Lára Kristín Pedersen hefur skrifað undir tveggja ára samning við Þór/KA en hún kemur til liðsins frá Stjörnunni en hún hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar undanfarin ár.

Lára Kristín hefur spilað með Stjörnunni síðustu fimm tímabil en þar hefur hún í tvígang orðið bikarmeistari og tvígang Íslandsmeistari. Hún er uppalin í Mosfellsbænum.

Einnig hefur miðjumaðurinn knái verið viðloðandi A-landslið kvenna og leikið þar einn leik en hún hefur leikið fjöldan allan af leikjum með yngri landsliðum Íslands.

„Ég er mjög ánægður með að fá þennan gæðaleikmann til liðs við okkar sterka hóp. Lára hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar undanfarin ár og hæfileikar hennar og reynsla munu nýtast mjög vel í baráttu okkar um alla þá titla sem eru í boði,” sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þór/KA, við heimasíðu félagsins.

„Við væntum mikils af henni og hlökkum til að fá hana norður og til liðs við okkur. Ég veit að hún mun smellpassa inn í liðið hjá okkur.“

Þór/KA endaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en á síðasta ári varð liðið Íslandsmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×