Lífið

Erfitt að trúa ekki ásökunum í garð eiginmannsins sem stuðningsmaður #MeToo

Sylvía Hall skrifar
Hjónin hafa verið gift í átján ár.
Hjónin hafa verið gift í átján ár. Getty/Earl Gibson

Rúmu ári eftir að ásakanir í garð leikarans Michael Douglas komu fram hefur eiginkona hans, leikkonan Catherine Zeta-Jones, tjáð sig um þær í fyrsta skipti. Í viðtali við The Sunday Times talaði Zeta-Jones um hvernig var að takast á við slíkt sem stuðninsgmaður #MeToo-byltingarinnar.

Í janúar á þessu ári steig blaðamaðurinn og rithöfundurinn Susan Braudy fram og sakaði Michael Douglas um ósæmilega kynferðislega hegðun. Hún sagði leikarann hafa fróað sér og gert óviðeigandi athugasemdir og grín um líkama hennar þegar hún starfaði fyrir framleiðslufyrirtæki hans seint á níunda áratugnum. Douglas hafnaði þessum ásökunum og sagði þær uppspuna frá rótum.

„Þessi kona kom upp úr þurru“

Zeta-Jones, sem hefur verið gift Douglas í átján ár, sagði það hafa verið mikið áfall að heyra af ásökununum og það hafi bæði verið sér og börnum þeirra erfitt. „Ég vissi ekki hvar gildi mín lágu í þessu máli,“ sagði hún.

„Þessi kona kom upp úr þurru og ásakaði eiginmann minn um þessa hegðun. Ég átti langt samtal við hann með börnin í herberginu,“ sagði Zeta-Jones í viðtalinu og sagðist hafa gert eiginmanni sínum grein fyrir afleiðingunum ef fleira líkt þessu kæmi fram.

Þá sagðist hún gera sér grein fyrir því hversu mikil þversögn væri fólgin í því að vera stuðningsmaður #MeToo-hreyfingarinnar og vilja trúa konum sem koma fram með sögur af kynferðislegu misferli á sama tíma og hún trúi ekki ásökunum sem komu fram í garð eiginmanns hennar. „Þetta var erfið staða fyrir mig“.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×