Erlent

Repúblikanar tóku aukakosningar í Mississippi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Cindy Hyde-Smith
Cindy Hyde-Smith Getty/Drew Angerer
Repúblikaninn Cindy Hyde-Smith bar sigur úr býtum í aukakosningum sem haldnar voru í Missisippi í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings.

Baráttan var hörð á milli hennar og mótframbjóðandans Mike Espy úr demókrataflokknum og var Hyde-Smith sökuð um þynþáttahatur. Hyde-Smith, sem er hvít, sagði til að mynda á dögunum að hún myndi glöð vilja vera viðstöd hengingu á almannafæri, líkt og tíðkuðust í Missisippi á árum áður. Þetta reitti stuðningsmenn Mike Espy til reiði, en hann er svartur á hörund.

Trump forseti fór til Mississippi til að styðja Hyde-Smith, og eftir jafna baráttu bar hún að lokum sigurorð af Espy. Repúblikanar hafa þannig aukið meirihluta sinn í öldungadeildinni, eru með 53 þingmenn en demókratar eru með 47.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×