Íslenski boltinn

Styrktarleikur fyrir Bjarka Má í kvöld: Læknar segja að hann eigi stutt eftir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarki Mát Sigvaldsson og Ástrós.
Bjarki Mát Sigvaldsson og Ástrós. Skjámynd/S2
Það verður Kópavogsslagur í Bose-bikarnum í Kórnum í kvöld en þetta er leikur sem mun snúast um meira en fótboltann.

Þetta er samt vissulega lokarleikur riðlakeppninnar og er úrslitaleikur um efsta sætið á milli nágrannaliða. Sigurvegarinn mun spila við KR í úrslitaleiknum en tapliðið spilar við Stjörnuna í leiknum um þriðja sætið í þessu árlega æfingamóti.

Það sem skiptir aftur á móti mestu máli fyrir flesta er að leikurinn í kvöld verður styrktarleikur fyrir Bjarka Má Sigvaldsson og fjölskyldu hans.

Bjarki Már glímir við krabbamein en fjallað var um áralanga baráttu Bjarka í þættinum Ísland í dag í síðustu viku en það má sjá þáttinn hér fyrir neðan.



„Bjarki hefur undanfarin sex ár háð erfiða baráttu við krabbamein og nú segja læknar að ekkert sé við ráðið og hann eigi stutt eftir. Kópavogsfélögin HK og Breiðablik vilja taka höndum saman með því að tileinka Bjarka Má og fjölskyldu leikinn og vonast til þess að Kópavogsbúar og aðrir gestir komi í Kórinn og styrki Bjarka og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum," segir á Facebook síðu leiksins.

Frjáls framlög og þeir sem ekki komast á leikinn geta lagt sitt að mörkum með því að leggja inná styrktar reikning fjölskyldunnar 130-26-20898, kt. 120487-2729.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×