Enski boltinn

Pochettino: Við getum unnið Barcelona á Nývangi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino. Vísir/Getty
Tottenham er enn á lífi í Meistaradeildinni í fótbolta eftir 1-0 sigur á Internazionale á Wembley í gærkvöldi en næsti leikur verður aftur á móti mun erfiðari.

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, hrósaði karakter sinna manna eftir í leikinn í gær og talaði um að þeir væru enn að reyna að komast yfir erfitt sumar. Tottenham keypti eitt liða í ensku úrvalsdeildinni ekki einn einasta leikmanna í sumarglugganum.

Tottenham þarf nú að fara til Barcelona og vinna ef þeir ætla að komast áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í keppninni og þarf því á stórbrotnum endi að halda. Fyrsta skrefið var að vinna leikinn í gærkvöldi og halda voninni á lífi.

Mauricio Pochettino reyndi að tala trú í sína eftir leikinn í gær þar sem Christian Eriksen kom inná sem varamaður og skoraði sigurmarkið undir lokin.





„Það er allt mögulegt í fótboltanum. Við berum mikla virðingu fyrir Barcelona sem er eitt af bestu liðunum í Evrópu. Þetta verður mjög erfitt en við verðum að trúa því að við getum unnið,“ sagði Mauricio Pochettino. Sky Sports segir frá.

„Við getum unnið Barcelona. Við þurfum að sýna okkar bestu hliðar og spila okkar besta leik. Við verðum að mæta til leiks með ferska fætur og lausir við meiðsli. Við þurfum því að að dreifa álaginu og nota allan hópinn í næstu leikjum,“ sagði Pochettino.

Barcelona vann 2-1 sigur á PSV Eindhoven í gær og er búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Lokaleikurinn skiptir því Lionel Messi og félaga engu máli.

„Ég býst við því að þeir mæti með sína bestu leikmenn. Ég veit samt ekki hvernig þeir munu undirbúa sig fyrir þenann leik. Við þurfum að passa það að undirbúa okkur sem best. Þú færð engar gjafir í Meistaradeildinni,“ sagði Mauricio Pochettino.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×