Innlent

Þingmenn með storminn í fangið á Bessastöðum

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Bessastöðum fyrr í kvöld.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Bessastöðum fyrr í kvöld. vísir/vilhelm
Þingmenn mættu prúðbúnir á Bessastaði í árlega þingmannaveislu forseta Íslands fyrr í kvöld.  Veislan er vanalega haldin á fullveldisdeiginum, 1. desember, en var flýtt að þessu sinni vegna annarra hátíðahalda í tengslum við 100 ára fullveldisafmælisins.

Þingmenn söfnuðust margir saman í fordrykk í þingskálanum á Alþingi ásamt fyrrverandi þingmönnum og mökum. Þvínæst héldu núverandi þingmenn ásamt mökum í rútu til Bessastaða og má telja líklegt að fréttir af Klausturupptökunum svokölluðu hafi eitthvað verið til umræðu.

Að neðan má sjá viðtöl fréttamanns Stöðvar 2 við nokkra þingmenn á leið upp í rútuna.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, var á staðnum þegar þingmenn mættu ásamt mökum á Bessastaði.

Einhverjir þingmenn voru fjarverandi, meðal annars Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir til veislunnar ásamt Þóru Margréti Baldvinsdóttur, eiginkonu sinni.Vísir/vilhelm
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.vísir/Vilhelm
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×