Lífið

Fólkið á Airwaves: „Alltaf að uppgötva eitthvað geggjað“

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Kári Guðmundsson, Yngvi Rafn Garðarsson Holm og Magnús Örn Thorlacius , meðlimir í hljómsveitinni Vio.
Kári Guðmundsson, Yngvi Rafn Garðarsson Holm og Magnús Örn Thorlacius , meðlimir í hljómsveitinni Vio. Vísir/Þórhildur Erla
Magnús Örn Thorlacius og Yngvi Rafn Garðarsson Holm meðlimir í hljómsveitinni Vio voru léttir þegar að blaðamaður hitti á þá. Þeir voru nýbúnir að spila og ætluðu sér að hlusta á aðrar hljómsveitir fram eftir kvöldi. Við erum að fara að sjá hljómsveit sem heitir Huskey Loops núna. Ég hef bara heyrt eitt lag með þeim en þeir lofa góðu,“ segir Magnús

Þetta er í fjórða skiptið sem að hljómsveitin spilar á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. „Við erum að spila í fjórða skiptið á Airwaves núna. Þetta er svolítið einstök hátíð, Reykjavík blómstrar einhver veginn og allt iðar af lífi og og það er svona spenningur í bænum,“ segir Magnús.

„Það er líka bara gaman af því að mjög margir sem eru á hátíðinni eru tónlistarmenn og þeir pakkast svona saman þannig að maður er að hitta kannski mjög marga sem maður kannast við,“ segir Yngvi.

„Það hefur líka verið rosalega vel valið þau bönd sem koma á þessa hátíð þannig að maður er alltaf að uppgötva eitthvað geggjað. Þannig að það er svolítið svona öll víddin hérna,“ segir Magnús.

Þegar þeir voru spurðir út í komandi verkefni hljómsveitarinnar þá hafði þriðji meðlimur hljómsveitarinnar, Kári Guðmundsson, bæst í hópinn. „Við erum að vinna í fullt af efni núna sem við erum að taka upp og vinna bara sjálfir. Þetta er kannski svona persónulegra heldur en áður. Við höfum ekki ákveðið hvernig við gefum það út, hvort það verðir LP eða EP. Það kemur bara í ljós,“ segir Kári.

Hljómsveitin spilar á Gauknum í kvöld.


Tengdar fréttir

Fólkið á Airwaves: Spenntust að sjá Ásgeir og Júníus

CJ og Francisco eru komin til Íslands frá London til þess að berja fjölmarga listamenn augum á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Hún kemur frá Sydeny í Ástralíu en kærastinn hennar, Francisco, er frá Portúgal en þau búa saman í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×