Innlent

Reyndi að bíta sjúkraflutningamann

Kjartan Kjartansson skrifar
Maðurinn reyndi að stela búnaði úr sjúkrabíl.
Maðurinn reyndi að stela búnaði úr sjúkrabíl. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem reyndi að stela búnaði úr sjúkrabifreið í miðborginni í dag. Þegar sjúkraflutningamaður stöðvaði manninn og hélt honum reyndi maðurinn meðal annars að bíta hann.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að sjúkraflutningamenn hafi óskað eftir aðstoð þegar þeir voru staddir í verkefni í miðborginni um miðjan dag. Karlmaður hafi reynt að fjarlægja búnað úr sjúkrabifreið þeirra og hafa hann með sér.

Sjúkraflutingamaður hafi náð að hefta för mannsins og halda honum þar sem lögreglumenn komu á staðinn. Maðurinn er sagður hafa verið í talsvert annarlegu ástandi sökum fíkniefnaneyslu. Hann var vistaður í fangaklefa.

Ekki löngu síðar var tilkynnt um eld í listasafni í miðborginni. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið og lögregla kom á staðinn. Eldurinn hafði kviknað í ruslafötu á salerni safnsins.

Útigangsfólk er sagt hafa verið inni á salerninu og „væntanlega“ kveikt í. Það fékk að halda sína leið eftir að lögregla tók af því skýrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×