Fótbolti

Jóhann Berg fór meiddur af velli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jóhann Berg í leik með Burnley
Jóhann Berg í leik með Burnley vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson gæti misst af lokaleik Íslands í Þjóðadeild UEFA á fimmtudag en hann fór meiddur af velli í leik Burnley í gær.

Jóhann Berg var á sínum stað í byrjunarliði Burnley sem mætti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær en var tekinn af leikvelli á 65. mínútu.

Knattspyrnustjóri Burnley, Sean Dyche, staðfesti eftir leikinn að hann hefði tekið íslenska landsliðsmanninn af velli vegna meiðsla í kálfa. Hann sagðist þó vona að meiðslin væru ekki alvarleg.

Íslenska landsliðið kemur saman á morgun, mánudag, fyrir leikinn við Belgíu á fimmtudag og verður staðan á Jóhanni væntanlega tekin strax og hann kemur til liðs við liðið.

Ísland mætir Belgíu ytra á fimmtudaginn og spilar vináttuleik við Katar nokkrum dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×