Golf

Birgir Leifur enn í vænlegri stöðu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Vísir/Getty
Birgir Leifur Hafþórsson lék á tveimur höggum undir pari á öðrum hring lokaúrtökumóts Evrópumótaraðarinnar í golfi í dag.

Birgir Leifur byrjaði mótið mjög fel og fór fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Hann er því samtals á sjö höggum undir pari eftir tvo hringi.

Hringurinn í dag var nokkuð stöðugur hjá Birgi. Hann paraði 12 holur, fékk fjóra fugla og tvo skolla. Birgir lék hringinn í dag á öðrum velli en í gær, mótið er spilað á tveimur völlum á svæði Lumine golfklúbbsins á Spáni.

Þegar þessi frétt er skrifuð er Birgir jafn í 25. - 34. sæti, níu höggum frá Spánverjanum David Borda sem er í forystu á 16 höggum undir pari.

Efstu 25 kylfingarnir að loknum öllum sex hringjum mótsins fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×