Fótbolti

Rosenborg norskur meistari í 26. sinn

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Rosenborg tryggði sér norska meistaratitilinn í dag
Rosenborg tryggði sér norska meistaratitilinn í dag Vísir/Getty
Rosenborg varð í dag norskur meistari í 26. sinn eftir sigur á Start í næst síðustu umferð.



Rosenborg var í afar góðri stöðu fyrir leikinn en liðið hafði fimm stiga forskot á Brann og jafntefli hefði því getað dugað Rosenborg í dag.



Rosenborg gerði gott betur en það og vann Start á útivelli 1-0 á meðan Brann tapaði gegn Kristansund.



Matthías Vilhjálmsson var ekki í leikmannahópi Rosenborg í dag.



Arnór Smárason lék fyrstu 78. mínúturnar í liði Lilleström er liðið gerði jafntefli gegn Stromsgodset og Emil Pálsson var tekinn útaf á 72. mínútu í jafntefli Sandefjord gegn Sarpsborg.



Mikil barátta er á botni norsku úrvalsdeildarinnar. Sandefjord er fallið úr deildinnni en fjögur önnur lið eiga möguleika á að falla beint úr deildinni. Stabæk er í verstu stöðinni í en Start, Lilleström og Stromsgodset eru enn þá í fallhættu. Þá getur Bodo/Glimt einnig dottið niður í umspilssæti um fall úr deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×