Golf

Þurftu báðir að bíða 1.667 daga eftir sigri

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Kuchar glaðbeyttur með verðlaunin í Mexíkó
Kuchar glaðbeyttur með verðlaunin í Mexíkó Vísir/Getty
Ótrúleg tilviljun varð í gær þegar Matt Kuchar sigraði á PGA mótaröðinni og Lee Westwood sigraði á Evrópumótaröðinni.



Báðir hafa þeir átt góðan feril í golfinu en þeir höfðu báðir gengið í gegnum langt tímabil án þess að sigra golfmót.



Ótrúleg tilviljun er að bæði Kuchar og Westwood unnu sitt síðasta golfmót þann 20. apríl árið 2014.



Báðir höfðu ekki unnið golfmót síðan þá, þangað til í gær. Þá unnu þeir báðir sitt hvort golfmótið. Ótrúlegt.



Kuchar og Westwood þurftu því að bíða í 1.667 daga eftir því að vinna.



Það verður svo spurning hvenær þeir vinna aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×