Lífið

Bessí selur einbýlið með umdeilda garðinum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Húsið stendur steinsnar frá Vesturbæjarlauginni.
Húsið stendur steinsnar frá Vesturbæjarlauginni. Fasteignavefur Vísis

Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur sett einbýlishús við Einimel í vesturbænum í Reykjavík á sölu. Húsið komst í fréttirnar á dögunum þegar greint var frá því að afgirtur garður þess, og tveggja til viðbótar, væri á landi Reykjavíkurborgar.

Borgaryfirvöld vita ekki að öllu leyti hvers vegna girðing hefur verið sett upp á landinu en um er að ræða einbýlishús við Einimel 22, 24 og 26 þar sem Bessí býr.

Ekkert leyfi hefur fengist frá Reykjavíkurborg til að reisa girðingu á þessum stað og getur borgin alltaf tekið landið til baka ef á þarf að halda, það er rifið niður girðinguna, og mun viðkomandi aðili þá greiða fyrir þá framkvæmd, sem í þessu tilfelli eru eigendur einbýlishúsanna við Einimel. Þetta kom fram í svörum upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar í umfjöllun Vísis um málið á dögunum.

Húsið er hið glæsilegasta. Sex herbergja og 246 fermetrar á einni hæð. Fasteignamat hússins er 162 milljónir króna en nánar má kynna sér það á Fasteignavef Vísis.

Hátt er til lofts og innfeld lýsing.Fasteignavefur Vísis

Tengdar fréttir

Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum

Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn






Fleiri fréttir

Sjá meira


×