Enski boltinn

Mark Clattenburg: Átti að fá rautt spjald fyrir brotið á Gylfa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær.

Gylfi meiddist á ökkla við brotið en píndi sig áfram langt fram í seinni hálfleik. Eftir leik komust Everton menn hinsvegar betur að alvarleika meiðslanna.

Mark Clattenburg átti mjög farsælan feril sem alþjóðadómari og náði sem dæmi magnaðri þrennu sumarið 2016 þegar hann dæmdi úrslialeik enska bikarsins, úrslitaleik Meistaradeildarinnar og úrslitaleik Evrópukeppninnar á 50 dögum.

Mark Clattenburg hefur skrifað pistla um dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni í vetur og að þessu sinni var það gróft brot á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni sem hann tók fyrir.

Klippa: Brot Jorginho á Gylfa Þór


Jorginho klippti niður Gylfa með þeim afleiðingum að Gylfi lá lengi í jörðinni og yfirgaf seinna leikvanginn í spelku. Gylfi mun væntanlega missa af næstu leikjum íslenska landsliðsins vegna þessa grófa brots.

Jorginho fékk gult spjald frá dómara leiksin en Mark Clattenburg var einn af þeim sem taldi að það hafi verið vitlaus litur á spjaldinu.







„Jorginho var heppinn að fá ekki rauða spjaldið fyrir þetta brot á Gylfa Sigurðssyni. Hann var með báða fætur á lofti og klippti mótherja sinn niður,“ skrifaði Mark Clattenburg meðal annars.

„Þetta var mjög glannaleg tækling og átti skilið rautt spjald,“ bætti Mark Clattenburg en hann vildi þó jafnframt ekki vera mjög harður við Kevin Friend, dómara leiksins, því það var að hans mati erfitt að sjá það að báðir fætur Jorginho hafi verið á lofti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×