Innlent

Banaslys á Sæbraut

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Maðurinn var úrskurðaður látinn við komu á slysadeild Landspítalans.
Maðurinn var úrskurðaður látinn við komu á slysadeild Landspítalans. Vísir
Banaslys varð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut á tólfta tímanum í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi, þar sem hann var úrskuðaður látinn.

Sæbraut til vesturs var lokað fyrir umferð á meðan sjúkraflutningamenn unnu á vettvangi og vettvangsrannsókn lögreglu fór fram.

Um er að ræða annað banaslysið á landinu á innan við sólarhring. Maður lét lífið í bílveltu á Borgarfjarðarbraut í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Banaslys í Borgarfirði

Ökumaður bifreiðar sem lenti í alvarlegu umferðarslysi var úrskurðaður látinn í gærkvöldi skömmu eftir komu á slysadeild.

Sæbraut opnuð á ný

Sæbraut hefur verið lokað í vesturátt frá Kringlumýrarbrayt vegna alvarlegs umferðarslyss sem varð um klukkan 11:30 í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×