Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið ákærir Sturridge fyrir veðmál

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sturridge gæti verið í vandræðum og hann gæti fengið sekt eða mögulega bann.
Sturridge gæti verið í vandræðum og hann gæti fengið sekt eða mögulega bann. vísir/getty
Enski framherji Liverpool, Daniel Sturridge, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir meint brot á reglum hvað varðar veðmál.

BBC greindi frá þessu á vef sínum í kvöld en Sturridge á að hafa brotið strangar reglur hvað varðar veðmál í janúar á þessu ári.

Framherijnn hefur til 20. nóvember til að svara ásökunum enska knattspyrnusambandsins en ekki er farið nánar út í brotin sem Sturridge á að hafa brotið.

Afar strangar reglur eru á leikmönnum ensku úrvalsdeildunum og neðri deildunum hvað varðar veðmál; ekki bara á þeirra eigin leiki heldur alla leiki.

Sturridge hefur átt erfitt uppdráttar síðustu tvö tímabil hjá Liverpool. Í fyrra var hann á láni hjá WBA en hann hefur komið við sögu í sjö deildarleikjum Liverpool á tímabilinu og skorað tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×