Erlent

Segist heppin og þakklát að sleppa frá skógareldum

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
„Eldurinn var slökktur í gær,“ segir Ólafía Einarsdóttir, íbúi í West Hill í suðurhluta Kaliforníu, en útlitið var mun dekkra um helgina vegna skógareldanna sem geisa í ríkinu.

„Slökkviliðið fékk meiri mannafla og þyrlur og náðu þannig að slökkva. þannig að það er í lagi með okkur.“

Hún segir að þó að West Hill hafi sloppið ágætlega hafi nærliggjandi bæir ekki sloppið svo vel. 

Ólafía Einarsdóttir segir það mikla mildi að heimili hennar hafi sloppið við skógareldana.Mynd/Ólafía Einarsdóttir
„Calabasa sem stendur hér við hliðina á okkur er í ljósum logum,“ segir hún

„Það þurfti að rýma hann en um 24 þúsund manns þurftu að yfirgefa bæinn. Malibu sem er um fimmtán mínútur frá okkur stendur líka í ljósum logum.“

„Við sluppum sem er mikil mildi þar sem við erum mitt á milli þessara tveggja bæja sem eru að brenna. Þannig að við erum mjög heppin og afar þakklát.“

Skógar- og kjarreldarnir í Kaliforníu eru nú orðnir þeir mannskæðustu í sögu ríkisins.

Þrjátíu-og-ein manneskja hefur týnt lífi, þúsundir heimila hafa orðið eldi að bráð og á þriðja hundrað er saknað.


Tengdar fréttir

„Paradís er horfin“

Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×