Innlent

Íbúar á Akranesi beðnir um að loka gluggum og kynda hús sín vegna ammoníaksleka

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan á Akranesi tók þessa mynd af aðgerðum við frystihúsið í kvöld.
Lögreglan á Akranesi tók þessa mynd af aðgerðum við frystihúsið í kvöld. Lögreglan á Akranesi
Slökkviliðsmenn á Akranesi eru nú að störfum vegna ammoníaksleka í frystihúsi sem var í eigu útgerðarfélagsins HB Granda. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu fór viðvörunarkerfi í húsinu í gang og fór eftirlitsmaður á staðinn til að kanna málið.

Í ljós kom talsverður ammoníaksleki en enginn var í húsinu þegar hann kom upp. Slökkviliðsmenn hafa náð að stöðva lekann og er nú verið að bíða eftir að óhætt verður að fara inn í húsið.

Lögreglan hefur bent íbúum á Akranesi á að loka gluggum og kynda hús sín til að koma í veg fyrir að ammoníak komist inn til þeirra.



Uppfært klukkan 21:45:

Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá slökkviliði Akraness er aðgerðum lokið vegna lekans. 







Fleiri fréttir

Sjá meira


×