Fótbolti

City fær aðvörun frá UEFA eftir afhjúpun Der Spiegel

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Manchester City varð Englandsmeistari í vor
Manchester City varð Englandsmeistari í vor Vísir/Getty
UEFA gæti opnað á ný rannsókn frá 2014 á fjárhag Manchester City vegna gruns um brot á fjármálareglum sambandsins.

Í síðustu viku birti þýska blaðið Der Spiegel röð greina þar sem sagt var frá ýmsum misgjörðum af hálfu forráðamanna Manchester City byggðum á skjölum frá Football Leaks.

Eitt af því sem sagt var frá var að Englandsmeistararnir hefðu gert bakdyrasamning við UEFA fyrir fjórum árum til þess að sleppa við bann frá Meistaradeild Evrópu vegna brota á fjármálareglum.

City borgaði 49 milljón punda sekt árið 2014 fyrir brot á reglunum.

Í gær sendi UEFA frá sér tilkynningu sem sagði:

„Ef nýjar upplýsingar koma fram sem geta haft áhrif á mat UEFA á fjárhagsstöðu félaga þá mun UEFA nota þær upplýsingar til þess að skoða tölurnar. Ef til þess þarf mun UEFA sækjast eftir skýringum eða mótrökum frá félaginu sem um ræðir.

„Ef nýjar upplýsingar sýna að áður afgreidd mál hafi verið misnotuð þá er möguleiki á því að opna málin aftur.“


Tengdar fréttir

Man. City var með hernaðaráætlun um hvernig væri best að svindla

Þýski miðillinn Der Spiegel heldur áfram að uppljóstra um leynimakk eigenda Man. City í dag sem meðal annars notuðu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg til þess að hylma yfir skipulagt svindl félagsins svo það lenti ekki í vandræðum gagnvart UEFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×