Innlent

Hallgrímskirkjuturn heldur áfram að mala gull

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Jafngilda tekjur kirkjunnar fyrir síðasta ár því að 271 þúsund fullorðnir einstaklingar hafi notið útsýnisins úr Hallgrímskirkjuturni
Jafngilda tekjur kirkjunnar fyrir síðasta ár því að 271 þúsund fullorðnir einstaklingar hafi notið útsýnisins úr Hallgrímskirkjuturni Vísir/Vilhelm

Hallgrímskirkja var rekin með 66,5 milljón króna hagnaði árið 2017 samkvæmt yfirliti Ríkisendurskoðunar um ársreikninga sókna vegna ársins 2017. RÚV greindi fyrst frá.



Hagnaður Hallgrímskirkju var alls 14 prósent af öllum hagnaði Þjóðkirkjunnar á síðasta ári.



Í yfirliti Ríkisendurskoðunar kemur fram að aðrar tekjur Hallgrímssóknar voru rúmlega 377 milljónir á síðasta ári.

742 gestir á dag

Samkvæmt Sigríði Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Hallgrímskirkju, voru 271 milljón vegna seldra ferða upp í útsýnispall í Hallgrímskirkjuturni.



1000 krónur kostar fyrir fullorðna að heimsækja turn Hallgrímskirkju og 100 krónur fyrir börn. Jafngilda tekjur kirkjunnar fyrir síðasta ár því að 271 þúsund fullorðnir einstaklingar hafi notið útsýnisins úr Hallgrímskirkjuturni eða um 742 á dag að meðaltali.



Samkvæmt frétt Fréttablaðsins frá síðasta ári voru tekjur kirkjunnar af turninum árið 2016 238.244.653 krónur og jafngilti það heimsóknum 264.716 fullorðinna einstaklinga.



Til samanburðar var Dómkirkjan rekin með 1,4 milljón króna tapi en af Reykjavíkurprófastdæmunum er Lindakirkja næst á eftir Hallgrímskirkju með 23 milljóna hagnað. Sú sókn landsins skilaði mestum hagnaði á síðasta ári er Ástjarnarsókn í Hafnarfirði sem skilaði 106,6 milljóna króna hagnaði á síðasta ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×