Fótbolti

Aron Einar: Hungrið er mikið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbotla, Aron Einar Gunnarsson, segir gott að vera kominn aftur í landsliðið eftir meiðsli og hlakkar til leiksins við Belga á fimmtudag. Hann segir ennþá mikið hungur í leikmönnum að ná árangri.

„Við vitum að við erum að fara spila við eitt besta landslið í heimi og að þetta verður mjög erfiður leikur en það er eitthvað við þetta. Pressan er á þeim og við þurfum að stíga upp aftur,“ sagði Aron í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Hungrið er mikið og okkur langar að fara aftur á stórmót og finna þessa tilfinningu sem við fengum í fyrsta sinn á EM. Það vita allir hvernig það fór en eins og ég segi þá er það partu af því að vera í fótbolta; stundum er þetta upp og stundum niður.“

„Það fer eftir því hvernig þú kemur til baka úr því og sýnir karakterinn. Það er fullt af flottum karakterum í þessum hóp. Það eru nokkrir ungir sem eru komnir inn og líta mjög vel út. Spennandi að fylgjast með og það er undir okkur komið að sýna þeim hvað við höfum lagt á okkur.“

„Það er annað spennandi verkefni líka og sýna þeim dálítið hvað við höfum þurft að gera,“ sagði fyrirliðinn sem virkar mótiveraður fyrir leikinn á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×