Lífið

Rocky Horror sýnt í desember

Benedikt Bóas skrifar
Rocky Horror.
Rocky Horror.
Tveimur aukasýningum á söngleiknum Rocky Horr­or hefur verið bætt við á Stóra sviði Borgarleikhússins. Upphaflega átti sýningum að ljúka í nóvember en sökum vinsælda og mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við sýningum 8. og 14. desember. Ekki verður hægt að bæta við fleiri sýningum, segir í tilkynningu frá leikhúsinu.

Söngleikurinn hefur slegið í gegn undanfarna mánuði en rúmlega 35 þúsund manns hafa séð sýninguna. Alls seldust 4.580 miðar á sérstökum forsöludegi sem er miðasölumet fyrir einstakan viðburð í Borgarleikhúsinu.

Páll Óskar Hjálmtýsson leikur Frank N Furter eins og þegar söngleikurinn var settur upp í fyrsta skipti á íslensku fyrir um 27 árum í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Páll Óskar var nemandi í skólanum á þeim tíma.

Aðrir leikarar í sýningunni eru Arnar Dan Kristjánsson, Björn Stefánsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Halldór Gylfason, Haraldur Ari Stefánsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir og Valdimar Guðmundsson. – bb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×