Fótbolti

Svona var fundur Hamrén og Arons í Brussel

Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar
Samlandi Erik Hamrén dæmir leikinn gegn Sviss á mánudag.
Samlandi Erik Hamrén dæmir leikinn gegn Sviss á mánudag. vísir/vilhelm
Vísir var með beina lýsingu frá blaðmannafundi íslenska landsliðsins í Brussel þar sem okkar menn mæta Belgíu annað kvöld í Þjóðadeild UEFA.

Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, og Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, sátu fyrir svörum á King Badoin-vellinum í höfuðborg Belgíu þar sem að leikurinn fer fram annað kvöld.

Þegar að liðin mættust á Íslandi vann Belgía, 3-0, en heimamenn eru í baráttu um sigur í riðlinum á meðan íslenska liðið er falið.

Hér að neðan má upptöku frá fundinum og þar fyrir neðan textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum.


Tengdar fréttir

Lít frekar á mig sem miðvörð núna

Haukur Heiðar Hauksson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir sænska meistaraliðsins AIK eftir fjögur góð ár hjá félaginu. Hann kveður liðið á góðum nótum.

Kom Hamrén á óvart hversu almennilegir strákarnir voru

Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að það fyrsta sem hafi komið sér á óvart hvað varðar íslenska landsliðið var hversu frábærir einstaklingar drengirnir okkar voru.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×