Lífið

Hugh Jackman minnist Stan Lee í viðtali hjá Stephen Colbert

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stan Lee gaf Jackman tækifæri á sínum tíma.
Stan Lee gaf Jackman tækifæri á sínum tíma.
Myndasagnahöfundurinn Stan Lee lést í vikunni 95 ára að aldri. Þessi bandaríski listamaður setti mark sitt heldur betur á dægurmenningu á þeim tíma sem hann lifði.

Hann er sá sem skapaði ofurhetjur á borð við Kóngulóarmanninn, Iron Man, Hulk, Captain America, Thor og X-Men svo dæmi séu tekin.

Lee andaðist á hjúkrunarheimili í Los Angeles.

Leikarinn Hugh Jackman minntist Lee í spjallþættinum The Late Show with Stephen Colbert en Jackman hefur í gegnum tíðina farið með hlutverk Wolverine í X-Men myndunum. Jackman minntist Stan Lee í þættinum. 

„Ég mun minnast Stan sem sönnum heiðursmanni. Hann er skapandi snillingur sem hugsaði út fyrir boxið. Hann skapaði heila veröld sem hefur breytt lífi fólks, eins og mínu lífi. Guð veri með þér, þú ert einn af þeim allra bestu.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Hugh Jackman.


Tengdar fréttir

Stan Lee látinn

Þessi bandaríski listamaður setti mark sitt heldur betur á dægurmenningu á þeim tíma sem hann lifði en hann er sá sem skapaði ofurhetjur á borð við Kóngulóarmanninn, Iron Man, Hulk, Captain America, Thor og X-Men svo dæmi séu tekin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×