Innlent

Úr gæsluvarðhaldi í farbann vegna sex kílóa af hassi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í liðinni viku.
Maðurinn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í liðinni viku. vísir/vilhelm
Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað 21 árs gamlan íslenskan karlmann í farbann til 19. desember næstkomandi en hann var handtekinn fyrir viku eftir að í bíl hans fundust tæp sex kíló af hassi.

Var hann í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald sem renna átti út klukkan 16 á morgun. Að því er segir í tilkynningu lögreglu þótti ekki ástæðu til að framlengja varðhaldið en maðurinn úrskurðaður í farbann eins og áður segir.

Hann var handtekinn þar sem hann var á vesturleið á Suðurlandsvegi um Mýrdalssand um klukkan 20 þann 7. nóvember. Hassið fannst við leit í bílnum og kannaðist maðurinn við að vera flytja en við að öðru leyti ekki skýra hvaðan efnin komu. Maðurinn var próflaus og undir áhrifum fíkniefna þegar hann var handtekinn.

Lögreglan á Suðurlandi vinnur áfram að rannsókn málsins, meðal annars um uppruna efnanna, en ekki verða veittar frekari upplýsingar um rannsóknina að sinni að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×