Íslenski boltinn

ÍBV fær markmann sakaðan um hagræðingu úrslita

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rafael Veloso
Rafael Veloso mynd/íbv
ÍBV hefur fengið til sín portúgalskan markvörð sem mun standa á milli stanganna í Eyjum í sumar.

Rafael Veloso er 25 ára gamall uppalinn hjá Sporting Lisbon. Hann kemur til Eyja frá Valdres í Noregi og er ætlað að fylla skarð Halldórs Páls Geirssonar sem rifti samningi sínum við ÍBV í haust.

Veloso á 33 leiki fyrir yngri landslið Portúgal.

Fótbolti.net greindi frá því í kvöld að leikmaðurinn sé í banni í Portúgal fyrir hagræðingu úrslita.

Samkvæmt frétt Fótbolta.net var hann handtekinn árið 2016 ásamt fjórtán öðrum og settur í bann af portúgalska knattspyrnusambandinu. Það varð til þess að hann yfirgaf Portúgal og samdi við Valdres.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×