Viðskipti innlent

LBI fellur frá dómsmáli

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Slitastjórnin mun áfram reka dómsmál gegn fjórum fyrrverandi stjórnendum Landsbankans.
Slitastjórnin mun áfram reka dómsmál gegn fjórum fyrrverandi stjórnendum Landsbankans. Fréttablaðið/Stefán
Slitastjórn Landsbankans, LBI, hefur fallið frá dómsmáli gegn fjórum fyrrverandi bankaráðsmönnum Landsbankans sem hófst um mánaðamótin vegna ákvarðana þeirra í aðdraganda bankahrunsins. Þetta kemur fram á vef slitastjórnarinnar.

Það eru þau Kjartan Gunnarsson, Þorgeir Baldursson, Andri Sveinsson og Svafa Grönfeldt. Björgólfi Guðmundssyni, sem var formaður bankaráðsins, var ekki stefnt því hann varð gjaldþrota fljótlega eftir hrun.

Slitastjórnin mun áfram reka dómsmál gegn fjórum fyrrverandi stjórnendum Landsbankans og tveimur tryggingafélögum vegna stjórnendaábyrgðar. Hún rak þrjú dómsmál sem sameinuð voru í eitt. Þeir fyrrverandi stjórnendur bankans sem um ræðir eru bankastjórarnir fyrrverandi Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, Elín Sigfúsdóttir, sem var forstöðumaður fyrirtækjasviðs bankans, og Jón Þorsteinn Oddleifsson, sem var yfir fjárstýringu bankans. – hvj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×