Enski boltinn

Rooney skammaðist sín síðasta árið hjá United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rooney lyfti enska deildarbikarnum eftir að hafa skammast sín á hliðarlínunni yfir úrslitaleiknum
Rooney lyfti enska deildarbikarnum eftir að hafa skammast sín á hliðarlínunni yfir úrslitaleiknum vísir/getty
Wayne Rooney skammaðist sín fyrir að vera leikmaður Manchester United undir lokin á ferli sínum með liðinu.

Rooney yfirgaf United sumarið 2017 sem markahæsti leikmaður í sögu félagsins og gekk til liðs við uppeldisfélagið Everton. Hann spilaði með Everton síðasta vetur en fór til Bandaríkjanna í sumar.

„Það koma tímar þegar þú efast um sjálfan þig,“ sagði Rooney við Sky Sports.

„Ég taldi mig vera nógu góðan til þess að komast aftur liðið en ég fékk aldrei tækifæri til þess.“

Rooney spilaði aðeins 39 af 64 leikjum United í öllum keppnum hans síðasta tímabil með liðinu.

„Ég spilaði eina mínútu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Ég var við það að koma inn á gegn Southampton í úrslitum deildarbikarsins. Á þessum augnablikum skammaðist ég mín.“

„Mourinho kom upp að mér í leiknum við Southampton og sagði að hann vildi að ég lyfti bikarnum. Ég svaraði að ég hefði ekki einu sinni spilað í leiknum.“

„Hann var harður á sínu svo ég bókstaflega lyfti bikarnum og lét hann svo áfram til næsta manns. Hvað var ég að gera? Ég þurfti að komast einhvert annað,“ sagði Wayne Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×