Fótbolti

Bolt gerir upp hug sinn á næstu tveimur vikum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bolt á ferðinni með Mariners.
Bolt á ferðinni með Mariners. vísir/getty
Usain Bolt ætlar að ákveða á næstu tveimur vikum hvort hann verði atvinnumaður í fótbolta eða ekki.

ESPN greinir frá því að Bolt hafi gefið sjálfum sér fram að mánaðarmótum til þess að gera upp hugs inn hvort hann gerist atvinnumaður í fótbolta.

Bolt var á reynslusamningi hjá ástralska liðinu Central Coast Mariners og spilaði með þeim æfingaleiki og skoraði tvö mörk.

Bolt komst ekki að samkomulagi við félagið um samning og hafnaði samningstilboði frá maltneska félaginu Valetta.

„Ég hef fengið mörg tilboð frá félögum úr öllum áttum. Ég mun ákveða það fyrir nóvemberlok hvort ég ætli að semja við eitthvað félag eða láta þetta gott heita,“ sagði Bolt.


Tengdar fréttir

Knattspyrnudraumur Bolt að rætast?

Draumur spretthlauparans Usain Bolt um knattspyrnuferil virðist vera að rætast þar sem honum hefur nú verið boðinn samningur í Ástralíu.

Fyrsta snerting Bolt er eins og hjá trampólíni

Fyrrum landsliðsframherji Íra, Andy Keogh sem spilar með Perth í Ástralíu, segir að Usain Bolt geti ekkert í fótbolta og muni ekki ná neinum frama í íþróttinni.

Bolt fær stuðning frá Pogba og Sterling

Jamíka-maðurinn Usain Bolt reynir sem fyrr að elta draum sinn að fara úr því að verða spretthlaupari í fótboltamann. Bolt hefur verið á reynslu í Ástralíu en það gekk ekki eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×