Körfubolti

Curry-lausir Golden State fengu skell gegn Houston

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stephen Curry á hliðarlínunni.
Stephen Curry á hliðarlínunni. vísir/getty
Golden State Warriors lenti í vandræðum í nótt og tapaði með rúmlega tuttugu stigum, 107-86, gegn Houston á útivelli í NBA-deildinni en þrír leikir fóru fram í nótt.

Houston var sterkari aðilinn frá fyrsta leikhlutanum en þeir leiddu í hálfleik 47-41. Fyrir framan átján þúsund áhorfendur í Toyota-höllinni í Houston unnu þeir alla leikhlutuna og þar af leiðandi öruggan sigur.

James Harden var stigahæstur Houston-manna með 27 stig en næstur kom James Ennis III með nítján. Houston er með er með 50% sigurhlutfall í fyrstu fjórtán leikjunum.

Steph Curry var ekki með meisturunum annan leikinn í röð en stigahæstur var Kevin Durant með tuttugu stig. Þeir hafa unnið tólf af fyrstu sextán leikjum sínum.

Denver rúllaði yfir Atlanta á heimavelli, 138-83, þar sem Spánverjinn Juancho Hernangómez var öflugastur með 25 stig. Denver er með tíu sigra en Atlanta er í ruglinu; með þrjá sigra í fyrstu fimmtán leikjunum.

LA Clippers hafði betur gegn San Antonio spurs, 116-111. Það voru margir sem drógu vagninn hjá Clippers en Lou Williams skoraði 23 stig. DeMar DeRozan var í sérflokki hjá Clippers og gerði 34 stig.

Clippers er með 64% sigurhlutfall eftir fjórtán leiki en San Antonio erm eð 50%; sjö sigra og sjö töp eftir fjórtán leiki.

Úrslit næturinnar:

Golden State - Houston 86-107

Atlanta - Denver 93-138

San Antonio - Clippers 111-116

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×