Enski boltinn

Southgate: Búið að vera frábært ár

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gareth Southgate getur brosað
Gareth Southgate getur brosað vísir/getty
England getur unnið sér inn sæti í fyrstu úrlistakeppni Þjóðadeildarinnar með sigri á Króötum á Wembley á morgun.

Toppsæti riðils 4 í Þjóðadeildinni myndi fullkomna frábært ár Englands sem komst í undanúrslit á HM í Rússlandi í fyrsta skipti síðan 1990.

„Við vildum halda áfram eftir HM eins fljott og hægt var. Þetta hefur verið frábært ár,“ sagði landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate.

„Við höfum átt mjög góðar frammistöður og leyft mörgum ungum að fá tækifærið. Það hefur bætt dýpt í liðið og samkeppni um stöður.“

„En það vilja allir halda áfram og ná að komast í önnur undanúrslit upp úr þessum erfiða riðli.“

Spánverjar vinna riðilin ef England og Króatía skilja jöfn en ef Króatar vinna fara þeir áfram og Englendingar falla í B-deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×