Erlent

Vara við svindli á „black friday“

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þótt margir geri stórgóð kaup á hinum svokölluðu "black friday“ og "cyber monday“ er vert að hafa í huga að tölvuþrjótar auka umsvif sín myndarlega á sama tíma.
Þótt margir geri stórgóð kaup á hinum svokölluðu "black friday“ og "cyber monday“ er vert að hafa í huga að tölvuþrjótar auka umsvif sín myndarlega á sama tíma. Vísir/getty
Þótt margir geri stórgóð kaup á hinum svokölluðu „black friday“ og „cyber monday“ er vert að hafa í huga að tölvuþrjótar auka umsvif sín myndarlega á sama tíma. Þetta sagði Russ Schrader, stjórnandi bandarísku netöryggissamtakanna National Cybersecurity Alliance, við tæknimiðilinn CNet.

Þessi umrædda „hátíð“ er í næstu viku og er því vert að hafa ummæli Schraders í huga, vilji maður versla á netinu.

Netöryggisfyrirtækið Domain­tools birti sams konar umfjöllun þar sem fram kom að tölvuglæpamenn geti búið til snjallforrit utan um ýmsa gerviafslætti og lokkað þannig til sín fórnarlömb. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×