Sport

CoolBet úrvalsdeildin í pílu hafin | 300.000kr í verðlaunafé

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Keppendur í CoolBet úrvalsdeildinni í pílu
Keppendur í CoolBet úrvalsdeildinni í pílu
Fyrsta umferð í CoolBet úrvalsdeildinni í pílu fór fram á miðvikudaginn síðastliðinn en um er að ræða átta manna deild.



Fyrirkomulagið í deildinni er þannig að haldnar eru sjö umferðir og keppa því allir við alla. Fyrir sigur fást tvö stig, en fjórir stigahæstu leikmenn deildarinnar að loknum sjö umferðum komast á lokakvöldið þar sem spilað er um 300.000kr í verðlaunafé en sigurvegari deildarinnar hlýtur 150.000kr.

 

Mögnuð aukaverðlaun eru í boði fyrir þann spilara sem er í efsta sæti eftir 5 umferðir en hann fær frítt flug, gistingu og miða fyrir tvo á heimsmeistaramótið í pílukasti sem haldið er í London og byrjar 13. desember.



Leikið er á miðvikudagskvöldum og sýnt er beint frá mótinu á Facebook, Youtube, Twitter og Twitch. Útsendingar deildarinnar hafa verið að fá yfir 20.000 áhorfendur og er m.a. lýsendur frá Svíþjóð og Bretlandi sem lýsa frá keppninni.



Vitor Charrua, Mattías Örn Friðriksson, Hallgrímur Egilsson og Pétur Rúðrik Guðmundsson unnu sína leiki í fyrstu umferðinni og eru þeir því komnir með tvö stig hver.



Næsta umferð fer fram á miðvikudagskvöldið kl. 19:30 en leikið verður í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar að Ásbrú. Hallgrímur Egillsson mætir Vitor Charrua, Rodulf Francis Einarsson mætir Karli Helga Jónssyni, Þorgeir Guðmundsson mætir Joseph Doroon og Matthías Örn Friðriksson mætir Pétri Rúðrik Guðmundssyni. 

 

Hægt er að finna fleiri upplýsingar um deildina, þar á meðal linka að beinum útsendingum inn á heimasíðu deildarinnar sem má finna hér. Þá má finna link Facebook vefsíðu deildarinnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×