Körfubolti

Körfuboltakvöld: Njarðvík eru orðnir meistaraefni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Elvar Már Friðriksson í Njarðvíkurbúningnum.
Elvar Már Friðriksson í Njarðvíkurbúningnum. Mynd/UMFN.is
Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson er kominn heim til Njarðvíkur og mun spila með liðinu í Dominos deildinni í vetur.

Þeir Fannar Ólafsson og Hermann Hauksson fóru yfir þessi félagaskipti með Kjartani Atla Kjartanssyni í Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld og eru ekki í nokkrum vafa um að tilkoma hans breyti miklu fyrir Njarðvíkinga.

„Njarðvík eru orðnir meistaraefni. Hann er ekki bara ofboðslega öflugur íþróttamaður, frábær skytta, óeigingjarn, frábær varnarmaður og æfir mest. Hjartað hans er þarna. Pabbi hans spilaði þarna og hann er búinn að búa í þessum íþróttasal. Hann er þögull drápsmaður.“

„Mér þykir leiðinlegt að hann hafi ekki verið áfram úti en hann fer beint út aftur. Það verður gaman að sjá hann hérna,“ segir Fannar.

„Elvar er leikstjórnandi og leikstjórnandi sem dripplar áfram en ekki til hliðar. Hann sækir á körfuna og er góður að finna menn í kringum sig. Elvar kemur með allt aðrar víddir inn í þetta Njarðvíkurlið,“ segir Hermann.

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×