Handbolti

Vilhelm: Ráðum ekkert við Hönnu þegar hún finnur skotið sitt

Arnar Helgi Magnússon skrifar
HK-ingar réðu ekkert við Hrafnhildi í kvöld
HK-ingar réðu ekkert við Hrafnhildi í kvöld vísir/ernir
,,Þetta er eitt tapað stig,” sagði Vilhelm Gauti þjálfari HK eftir jafntefli við Selfoss í Olísdeildinni í kvöld. 

 

HK var með fjögurra marka forystu þegar tíu mínútur voru eftir en töpuðu því niður. 

 

,,Úr því sem komið var, við vorum fimm mörkum yfir þá kemur Hanna með sýningu og hún sækir þetta stig fyrir þær. Aftur á móti lentum við líka undir og hefðum getað tapað en náðum að koma til baka og komast yfir. Ég tek þessum punkti glaður.”

 

,,Við höldum Selfyssingum ennþá þremur stigum frá okkur og förum í fríið í sjötta sæti. Við vinnum bara vel úr okkar málum í desember og komum sterk eftir áramót.”

 

Vilhelm var sáttur við sóknarleik sinna leikmanna.

 

,,Ég var gríðalega ánægður með sóknarleikinn nánast allan tímann. Ég var ánægður með stelpurnar í dag og það var mikill kraftur í þeim, óhræddar. Allar sem að spiluðu í dag voru að skila góðu dagsverki."

 

,,Hvað varðar varnarleikinn þá var ég heldur ekkert ósáttur með hann. Það voru nokkur atriði sem að ég hefði viljað loka á, eins og til dæmis síðasta skot Selfyssinga. Ég hefði viljað sjá henni mætt, hún á ekki að ná þessu skoti.”

 

Eins og fyrr segir var Hrafnhildur Hanna stórkostleg í liði Selfyssinga. 

 

,,Já við vorum að reyna að klippa hana út. Ég heyrði í hátalarakerfinu að hún væri búin að skora tíu mörk, það hefur verið slatti úr vítum af því að mér fannst hún ekki vera að skjóta mikið. Hanna er klassa leikmaður og þegar hún finnur skotið sitt þá ræðuru ekkert við hana.”

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×