Innlent

Bein útsending: Stjórn Orkuveitunnar kynnir úttekt á vinnustaðamenningu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, á miðri mynd ásamt Brynhildi Davíðsdóttur (til hægri).
Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, á miðri mynd ásamt Brynhildi Davíðsdóttur (til hægri). FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15 þar sem niðurstaða úttektar innri endurskoðunar á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum verður kynnt. Fundurinn verður í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal.

Í forsvari á fundinum verða Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.

Aðdragandi málsins er uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanns á einstaklingssviði ON í haust. Í framhaldinu var Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra ON - dótturfélag OR, sagt upp vegna óviðeigandi framkomu. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, steig til hliðar á meðan vinnustaðamenning Orkuveitunnar var skoðuð. Tók Helga Jónsdóttir við starfi hans tímabundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×