Fótbolti

Sjáðu mörkin í jafnteflinu gegn Katar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katar fagnar markinu.
Katar fagnar markinu. vísir/skjáskot
Katar er komið 1-0 yfir gegn Íslandi í vináttulandsleik en leikið er í Eupen í Belgíu.

Hasan Al Haydos skraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu. Katar fékk þá aukaspyrnu út á kanti og hann snéri boltann glæsilega í netið.

Leikurinn er í beinni textalýsingu hér en fyrsta markið má sjá hér að neðan.

Klippa: Katar - Ísland 1-0


Eftir hálftíma jöfnuðu okkar menn metin. Eftir brot á Alberti Guðmundssyni skaut Ari Freyr Skúlason að marki Katar og boltinn söng í stönginni, markverði Katar og inn.

Óvíst er hvort að markið verði skráð á Ara eða hvort að það verði skráð sem sjálfsmark en Ari hafði ekki skorað landsliðsmark fyrir leikinn í kvöld.

Glæsimarkið má sjá hér að neðan.

Klippa: Ísland - Katar 1-1


Kolbeinn Sigþórsson skoraði svo sitt fyrsta landsliðsmark síðan á EM 2016 er hann kom Íslandi í 2-1 forystu í síðari hálfleik. Markið skoraði hann úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að varnarmaður Katara fékk boltann í höndina.

Kolbeinn var tekinn af velli skömmu eftir markið en markið var vafalaust afar kærkomið fyrir hann.

Klippa: Ísland - Katar 2-1


Katar náði að jafna metin með góðu skoti Boualem Khoukhi þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. Skotið var fast en beint á markið, en sveif yfir Rúnar Alex Rúnarsson, markvörð íslenska landsliðsins.

Jöfnunarmark Katars má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Ísland - Katar 2-2
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×