Íslenski boltinn

KA að kaupa Viktor Jóns frá Þrótti?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þróttarinn Viktor Jónsson.
Þróttarinn Viktor Jónsson. Fréttablaðið/Ernir
Markahæsti leikmaður Inkasso-deildarinnar á síðustu leiktíð gæti verið að ganga til liðs við Pepsi-deildarlið KA. Frá þessu er greint á Fótbolti.net í dag.

Þar er vitnað í Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóra Þróttar þar sem hann staðfestir að tilboð frá ónefndu Pepsi-deildarliði hafi verið samþykkt í gær. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er félagið sem um ræðir KA en Viktor hefur einnig verið orðaður við ÍA og fleiri félög að undanförnu.

Viktor, sem er 24 ára gamall, hefur leikið í næstefstu deild undanfarin tvö ár en hann skoraði 22 mörk í 21 leik síðasta sumar. Hann lék síðast í Pepsi-deildinni sumarið 2016 þegar hann skoraði 1 mark í 18 leikjum fyrir Víking Reykjavík.

KA-menn höfnuðu í 7.sæti Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð en þjálfaraskipti urðu hjá liðinu í haust þegar Óli Stefán Flóventsson tók við stjórnartaumunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×