Erlent

Merz líklegur arftaki Merkel

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Friedrich Merz.
Friedrich Merz. Getty/Sean Gallup
Flestir meðlimir Kristilegra demókrata í Þýskalandi vilja að markaðshyggjumaðurinn Fried­rich Merz verði næsti formaður flokksins. Angela Merkel, kanslari og núverandi formaður, hefur tilkynnt um að hún sækist hvorki eftir endurkjöri til formanns né kanslara. Hún mun láta af störfum kanslara í 2021 og formanns í desember. Þá ákvörðun tók kanslarinn í kjölfar slæms gengis flokksins í kosningum.

Stuðningur við Merz mældist 23 prósent í könnun sem Handelsblatt birti í gær og YouGov framkvæmdi. Þá lýstu sautján prósent yfir stuðningi við Annegret Kramp-Karrenbauer, ritara flokksins sem hefur fengið viðurnefnið „Mini-Merkel“ vegna nándar sinnar við kanslarann. Jens Spahn heilbrigðisráðherra mældist svo með sjö prósent.

Merz er gamall andstæðingur Merkel og hefur áður reynt að hirða formennskuna. Hann sat á þingi frá 1994 til ársins 2009, á Evrópuþinginu frá 1989 til 1994 og var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á þýska sambandsþinginu frá 2000 til 2002.




Tengdar fréttir

Þau eru líklegust til að taka við af Merkel

Samflokksmenn Angelu Merkel hafa ólíkar skoðanir um hver skuli taka við af "Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði til formanns flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×