Golf

Ólafía náði ekki að laga stöðuna sem er svört

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía er í vandræðum á Pinehurst vellinum í Bandaríkjunum.
Ólafía er í vandræðum á Pinehurst vellinum í Bandaríkjunum. vísir/getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, náði ekki að laga stöðu sína á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA mótaröðina.

Leiknir eru átta hringir á innan við tveimur vikum en Ólafía hefur verið langt frá sínu besta golfi á Pinehurst vellinum.

Hún var á átján höggum yfir pari er hún hóf leik í dag og er hún kláraði átján holurnar í dag var hún komin á tuttugu högg yfir pari.

Hringur dagsins var ansi litríkur hjá Ólafíu; fjórir fuglar, fimm skollar og einn tvöfaldur skolli. Ekki nógu stöðugt golf.

Efstu 45 kylfingarnir ná að tryggja sér þáttökurétt á LPGA mótaröðinni og það er ljóst að margt þarf að gerast til að Ólafía nái því markmiði.

Sem stendur er hún á tuttugu yfir pari í 90. sætinu og er alls tólf höggum á eftir niðurskurðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×