Viðskipti innlent

Aldrei fleiri hlynntir sölu bjórs í búðum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Jólabjór fer fljótlega í sölu, bæði í ÁTVR og á börum landsins.
Jólabjór fer fljótlega í sölu, bæði í ÁTVR og á börum landsins. Fréttablaðið/anton brink

Fleiri Íslendingar eru hlynntir sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum nú en í fyrra, en hlutfallið hefur hækkað um 5-6 prósentustig á milli ára. Hlutfall hinna hlynntu er nú um 37 til 38 prósent.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun sem framkvæmd var af Maskínu um afstöðu Íslendinga til sölu mismunandi áfengis í verslunum.

Þetta er í fjórða sinn sem Maskína framkvæmir slíka könnun og hefur andstaða við sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum ekki verið minni síðan hún var fyrst framkvæmd árið 2014.

Sem fyrr eru fleiri Íslendingar andvígir slíkum áformum. Til að mynda voru 46 prósent aðspurðra á móti sölu bjórs og léttvíns í verslunum. Þetta hlutfall hefur þó lækkað um 12 prósent á milli ára. Fram kemur í umfjöllun Maskínu að lækkunin skýrist bæði af hækkun hlutfalls þeirra sem eru hlynntir og fjölgun í hópi þeirra sem eru á báðum áttum. Síðarnefndi hópurinn telur nú um 17 prósent aðspurðra, en var 10 prósent í fyrra.

Þó er yfirgnæfandi meirihluti almennings andvígur sölu sterks áfengis í matvöruverslunum eða um 71 prósent svarenda.

Nánar má fræðast um niðurstöður og rannsóknaraðferðina á vef Maskínu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
1,03
5
17.870
MARL
0,39
19
695.429
ICEAIR
0,28
13
28.886

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,12
9
57.208
HAGA
-1,79
3
107.622
VIS
-1,74
3
74.730
SJOVA
-1,49
4
65.900
FESTI
-1,3
3
38.308
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.